top of page

Sjávarsmiðjan og þaraböðin er hugarfóstur ábúenda og bóndahjónanna Svanhildar Sigurðardóttir og Tómasar Sigurgeirssonar á Reykhólum. Þaraböð eru 100% náttúruleg afurð sem kemur frá Reykhólum á Vestfjörðum eða einni af auðlindaríkustu jörðum landsins. Reykhólar, gamalt höfuðból til forna, stendur við hin lífríka Breiðafjörð og á jörðinni er eitt mesta hverasvæði Vestfjarða.

 

Oft hefur verið nefnt að fiskurinn í Breiðafirði er einn gæðamesti fiskur sem fyrir finnst og þar má einnig finna einn stærsta fuglaklasa landsins. Ástæða þess að allt iðar þar af lífi má eflaust rekja til þeirra miklu gæða í lífríki sjávarins í firðinum, en þar er einmitt einn stærsti þaraskógur á Íslandi og oft nefndur sem frumskógur norðursins.

 

Sú auðlynd hafsins hefur orðið að einni helstu atvinnugrein í þessu litla þorpi á Reykhólum, það er vinnsla og þurrkun þara. En þarann ásamt jarðhitanum á Reykhólum hafa ábúendur jarðarinnar nýtt sér til heilsubóta svo kynslóðum skiptir. Þekktar eru sögur frá forfeðrum ábúenda, sem standa að Sjávarsmiðjunni, en einnig úr gömlum heimildum frá fornöld um nýtingu á þara, fjöru og hveravatni til slökunar, fótabaða, eflingu húðar og heilsubóta. 

 

Þó ýmsar rannsóknir hafa einnig staðfest náttúruleg gæði og ávinning þara á húð og heilsu, að þá eru Sjávarböðin á Reykhólum og ALGAE NÁTTÚRA helst byggð á þeim aldagömlu hefðum og þekkingu forfeðra á þessum náttúrulegu auðlindum svæðisins.

AUÐLYNDIN - REYKHÓLAR

Algae áhrifin

Hinn fjölefnamikli þari er ríkur af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum, próteinum, járni, joði og öðrum heilsubætandi efnum sem eru jákvæði fyrir húð og heilsu.

Með þaraböðum eru náttúrulegir eiginleikar þarans nýttir til að auka teygjanleika húðar, draga úr öldrun hennar, vinna gegn appelsínuhúð, sem og auka mýkt og raka húðarinnar.  Að auki hafa þaraböð einnig gagnast gegn ýmsum húðkvillum í ætt við Exem sbr. psoriasis. Dæmi um jákvæð áhrif:

Vinnur vel á húðvanda- málum

Dregur úr streitu, verkjum og bætir almenna vellíðan

Styrkir og eflir húð

Dregur úr og hefur jákvæð áhrif á bólgur og gigt

Hraðar efnaskiptum fitufruma

Myndar varnarlag á húð til varnar skaðlegum bakteríum

Hreinsar og nærir húð

Bætir jafnvægi hormóna og blóðþrýstings

bottom of page